Íslenska English Danish
 


Vélsm. Orms og Víglundar ehf.

Fyrirtækið


 

 

 
Vélsmiðja Orms og Víglundar ehf er með höfuðstöðvar á Kaplahrauni 14 – 17 í Hafnarfirði.  Þar er skrifstofa ásamt stóru plötuverkstæði og renniverkstæði.  Vélsmiðjan er mjög vel tækjum búin til nýsmíði og til allrar þjónustu við skipaiðnaðinn.  Unnið hefur verið við nýsmíði og uppsetningu á tækjum og búnaði fyrir gufuvirkjanir, vatnsaflsvirkjanir, mjólkurbúin, lyfjaverksmiðjurnar og iðnaðarfyrirtækin í landinu.

Vélsmiðjan hannar og smíðar gufukerfi og framleiðir háspennta og lágspennta rafskautskatla til gufuframleiðslu, rafskautskatlar frá okkur eru í notkun hjá fjarvarmaveitum, mjólkurbúum, fiskimjölsverksmiðjum og þvottahúsum.

Vélsmiðjan hefur framleitt og flutt inn plötuvarmaskipta í yfir þrjátíu ár aðallega frá APV og SONDEX í Danmörku. Einnig sjáum við um að útvega tæki og búnað í skip og verksmiðjur.

 

 

 Tvö skip í stóru flotkvínni.

 Árni Friðriks RE-200.

Vélsmiðja Orms og Víglundar ehf. - Kt. 480998-2789 - Kaplahrauni 14-16 - 220 Hafnarfjörður

Sími (+354) 555 4199 - Fax (+354) 555 1421 voov@internet.is

© 2009 Uppsetning og hönnun Hýsir.is