Vesturhraun

Auk mikilla umsvifa í skipaiðnaði er Stálsmiðjan-Framtak ehf. leiðandi fyrirtæki í stóriðju, og hefur tekið þátt í uppbyggingu og viðhaldi vatns- og gufuaflsvirkjana, álverksmiðja, auk annarra hliðstæðra verkefna.

Eftir kaup Stálsmiðjunnar ehf. á Véla– og skipaþjónustunni Framtak ehf. flutti það fyrirtæki í Vesturhraun 1, auk hluta af starfsemi Stálsmiðjunnar ehf.
Frá upphafi var þjónusta við skipaflotann, vélaviðgerðir, rennismíði og stálsmíði  aðalverkefni fyrirtækjanna, en einnig hefur verið ýmis þjónusta við annan iðnað, eins og orkuver og áliðnað, verið stór þáttur í starfseminni. Allar deildir fyrirtækisins eru vel tækjum búnar.

Starfsmenn eru vélstjórar, vélfræðingar, vélvirkjar, rennismiðir og sérhæfðir suðumenn. Starfsmenn sækja námskeið reglulega til að viðhalda hæfni sinni og þekkingu.

Stálsmiðjan-Framtak ehf. hefur tekið þátt í mörgum stórum verkefnum á landi, m.a. við Reykjanesvirkjun, Hellisheiðarvirkjun, Nesjavallavirkjun, Þeistareyki og Búðarhálsvirkjun, einnig hefur fyrirtækið tekið þátt í uppsetningu á hreinsivirkjum fyrir stóriðjuna t.d. Elkem og Norðurál á Grundartanga og Rio Tinto Alcan ( ÍSAL ) í Straumsvík.

Í dag er fyrirtækið rekið af einni stjórn og starfar undir einu þaki þó starfstöðvar séu margar.