Fyrirtækið

Stálsmiðjan ehf. og Framtak ehf. voru ein af stærri fyrirtækjum í járniðnaði, skipaiðnaði og stóriðjugeiranum á Íslandi, þau hafa í gegnum árin tekið að sér og unnið með sóma mörg af stærri verkefnum sem unnin hafa verið á landinu, að öðrum fyrirtækjum ólöstuðum. Um áramótin 2006-2007 keypti Stálsmiðjan ehf. eignarhlut eiganda Véla- og Skipaþjónustu Framtaks ehf. (VS Framtak ehf.) og voru þessi fyrirtæki rekin í sitthvoru lagi í nokkur ár á eftir.

Í smáum og stórum verkum unnu starfsmenn þessara fyrirtækja hlið við hlið og reikningshald var flókið og dýrt og var því ákveðið að breyta rekstrarforminu til hagræðingar og til varð fyrirtækið Stálsmiðjan-Framtak ehf. um áramótin 2012 – 2013 og einkennismerkjum eða „Logo“ beggja fyrirtækjanna var steypt saman. Eins og áður vinna allir menn saman undir nýju merki og geta viðskiptavinir fyrirtækjanna  sótt sömu gæðaþjónustu áfram til okkar þar sem við eru enn stærri og öflugri en við vorum í sitthvoru lagi.

Í upphafi árs 2019 var Framtak-Blossi ehf. sameinað inn í rekstur Stálsmiðjunnar-Framtaks ehf. og er nú rekið sem söludeild Blossi. Starfsemin flutti í kjölfarið á Vesturhraun 1, þar sem rekin er verslun með varahluti og einnig sérhæft Diesel-verkstæði.

Í upphafi árs 2020 var trésmíðaverkstæðið selt frá fyrirtækinu og var það Guðmundur Sighvatsson sem keypti reksturinn og rekur nú fyrirtækið Slippur-Trésmiðja ehf.

Meiri breytingar urðu síðan á rekstrinum í lok árs 2020 þegar Skipavík ehf. keypti smiðjuna á Grundartanga og yfirtók verkefni fyrirtækisins þar, m.a. verkefni sem Stálsmiðjan-Framtak ehf. hafði unnið fyrir Norðurál.

Í lok árs 2021 eru starfsmenn fyrirtækisins í kringum 90 samtals, tæknimenn, vélvirkjar, rennismiðir,  starfsmenn í dráttarbrautum, sölumenn og starfsfólk skrifstofu.

Kennitala: 430801-2520
VSK Númer: 71824 – almennur rekstur  og VSK númer: 136816 – húsaleiga