Verslun/Dieselverkstæði

Söludeildin býður upp á heildarlausnir og sérhæfða þjónustu þegar kemur að viðgerðum á eldsneytiskerfum en í Vesturhrauni 1 í Garðabæ er starfsrækt eina sérhæfða dieselverkstæði landsins. Við önnumst innflutning og sölu á varahlutum og öðrum búnaði, ásamt viðgerðum á íhlutum í eldsneytiskerfi, túrbínum og fleiru. Verkstæðið okkar er eina verkstæði sem sérhæfir sig í viðgerðum á olíuverkum og spíssum og til að standa undir því þarf það að vera mjög vel tækjum búið. Hér eru t.d. tveir stillibekkir fyrir olíuverk og tveir fyrir sérbyggðar eldsneytisdælur, þar af tveir tölvustýrðir bekkir af fullkomnustu gerð ásamt stillitækjum fyrir spíssa. Þetta gerir okkur kleift að þjónusta öll helstu eldsneytiskerfi véla sem notuð eru í dag en mest áhersla er samt lögð á þau merki sem við erum algengust í þessu í dag.

Í Vesturhrauni 1 rekur Vélsmiðja Orms & Víglundar varahlutaverslun með áherslu á eldsneytiskerfi, túrbínur, auk sérpantana fyrir viðskiptavini. Reynt er að hafa á lager breytt úrval íhluta fyrir eldsneytiskerfi og túrbínur og ýmislegt fleira. Við þjónustum fyrirtæki og verktaka alls staðar að af landinu og okkar menn hafa það sem mottó að bjarga bara málunum, sama hvert vandamálið er. Mikið er lagt upp úr stuttum viðgerðartíma en eins og allir rekstraraðilar vita er dýrt að láta tækin standa ónotuð í lengri tíma vegna bilana eða viðhalds. Við erum með umboð fyrir fjölmörg þekkt vörumerki og sjáum um viðgerðir á skipavélum, dælum, vökvakrönum, vökvaspilum, síubúnaði, loftpressum, ásþéttum, mælum o.s.frv. Verslunin okkar er með gott úrval íhluta á lager en einnig sérhæfð viðgerðarefni fyrir vélbúnað, efnavöru og annan búnað, efni og verkfæri til notkunar í iðnaði.

Við erum með umboð fyrir fjölmörg þekkt vörumerki. Þar ber helst að nefna varahluti í MaK skipavélar og Desmi dælur fyrir bæði landnotkun og sjávarútveginn. Af vinsælum vörum hjá okkur má nefna MKG bryggjukrana sem finna má við flestar hafnir allt í kringum Ísland, Dinamic Oil vökvaspil, CJC síubúnað á flestar gerðir vökvakerfa af öllum stærðum og Sperre loftpressur. Þá erum við með pakkningar og plötur í flestar gerðir plötukæla frá WCR.

Vörumerkin okkar