Skip to main content
  1. Fyrirtækið ræðst aðeins í verkefni sem hæfa færni, þekkingu og hæfni starfsmanna og að það geti tryggt yfirráð yfir viðeigandi innviðum.
  2. Fyrirtækið leggur áherslu á að rýna þarfir og væntingar viðskiptavinarins í upphafi verks, góð og upplýsandi samskipti meðan á framkvæmdum stendur og ánægju hans að verki loknu.
  3. Starfsmenn fyrirtækisins hljóta þjálfun og búa yfir hæfni til þeirra verkefna sem fyrirtækið tekur að sér. Stjórnendur þekkja og efla hæfni starfsmanna og úthluta þeim verkefnum við hæfi á hverjum tíma. Starfsmenn starfa við eins öruggar og umhverfisvænar aðstæður og kostur er, í samráði við vinnueftirlit og umhverfisstofnun. Starfsmenn njóta kjara í samræmi við menntun, starfsreynslu og getu.
  4. Fyrirtækið greinir áhættur og gerir áhættumat fyrir öryggi og umhverfi starfsmanna og starfseminnar í heild með hliðsjón af stöðlum.
  5. Stjórnendur fyrirtækisins vinna að uppbyggingu gæðastjórnunar með hliðsjón af ISO 9001:2015 sem lýst er á skjalfestan hátt.
  6. Stjórnendur framfylgja lögum og reglum er varða rekstur og rekstrarumhverfi fyrirtækisins og leitast við að rýna sérhvert verkefni og upplýsa og leiðbeina starfsmönnum til löglegra athafna.
  7. Með því að beita aðferðum gæðastjórnunar til að ná fram stöðugum umbótum, úrbótum og endurskipulagningu og hafa til staðar markvirkt gæðakerfi, mun Vélsmiðja Orms & Víglundar ehf. uppfylla þarfir viðskiptavina.

Jafnlaunastefna

Jafnréttisáætlun