Skip to main content
Frettir

Vélsmiðja Orms & Víglundar ehf. kaupir allt hlutafé Stálsmiðjunnar-Framtaks ehf.

By ágúst 24, 2023No Comments

Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt kaupin og var kaupsamningur undirritaður þann 1. ágúst sl. og tóku nýir eigendur við stjórn fyrirtækisins á sama tíma.  Bjarni Thoroddsen fráfarandi framkvæmdarstjóri lét af störfum 15. ágúst og viljum við þakka honum vel unnin störf fyrir fyrirtækið í nær 50 ár.

Nýr framkvæmdarstjóri Stálsmiðjunnar-Framtaks er Ólafur Ormsson.  Fyrirtækið verður rekið í óbreyttri mynd til að byrja með en stefnt er að sameiningu fyrirtækjanna um áramótin.

Það eru spennandi tímar framundan og mörg tækifæri til að gera betur, þetta eru tvö vel rekin fyrirtæki og er markmið okkar að nýtt sameinað fyrirtæki verði leiðandi þjónustufyrirtæki fyrir sjávarútveginn, stóriðju og virkjanir.