Vesturhraun 1
210 Garðabær
Hjá vélaverkstæði Vélsmiðju Orms & Víglundar ehf. starfa menn sem hafa að baki langan starfsaldur til sjós og lands og þar hefur safnast saman þekking úr mörgum mismunandi greinum atvinnulífsins.
Margir starfsmenn hafa reynslu sem vélstjórar og aðrir hafa unnið í landi við ýmiss störf. Geta til að takast á við fjölbreytt verkefni hefur alltaf verið aðalsmerki deildarinnar og gert hana eftirsóknarverða fyrir menn sem þurfa að ljúka námi með vinnutíma í greininni, því að þeir hafa getað gengið að því vísu að verkefnin eru fjölbreytt. Deildin er vel búin tækjum til að sinna þeim verkefnum sem hún tekur að sér.