Plötusmiðja – Stálsmíði

Vesturhraun 1
210 Garðabær

Plötu- og stálsmíðaverkstæði Vélsmiðju Orms & Víglundar ehf. er vel búið tækjum og mannskap til að taka að sér verk af öllum stærðargráðum. Þar hefur í gegnum árin safnast mikil reynsla í að leysa verkefni við erfiðar aðstæður, og oft á tíðum á svo skömmum tíma að ætla mætti þau óleysanleg við fyrstu sýn.

Deildin er með 700 m² í húsnæði að Vesturhrauni 1. í Garðabæ. Húsið er með mikilli lofthæð og góðri aðkomu. Deildin sér um alla járnsmíðavinnu sem fram fer á vegum fyrirtækisins hvort sem að hún er framkvæmd í smiðjunni eða á vettvangi.

Lengst af voru meginverkefnin tengd sjávarútvegi, en undanfarin ár hefur deildin einnig tekið að sér verkefni tengd iðnaði og orku. Það er stefna fyrirtækisins að taka að sér stór og smá verkefni til sjós og lands. Flest verkefni í dag eru unnin fyrir fast verð og sér tæknideild fyrirtækisins ásamt forsvarsmönnum plötusmiðju um tilboðsgerð í hin ýmsu verkefni.

Hjá plötusmiðju starfar fjöldi fagmanna og hefur stefna plötusmiðju verið sú að senda menn í endurmenntun og þjálfun hjá Iðunni fræðslusetri ásamt því að senda menn á hinar ýmsu sýningar og námskeið erlendis til að fylgjast með straumum og nýjungum í faginu.