Tæknideild

Vesturhraun 1
210 Garðabær

Hjá Vélsmiðju Orms & Víglundar ehf. er starfandi tæknideild og þar fer fram ýmiskonar tæknivinna, gerð tilboða, teiknivinna og ráðgjöf ásamt tilfallandi aðstoð og þjónustu við hinar deildir fyrirtækisins.

Tæknideildin kemur að undirbúningi verka með aðstoð við gerð teikninga, verkáætlana, kostnaðarútreikninga og pantana.

Einnig er tæknideildin til aðstoðar við framkvæmd, eftirlit og eftirfylgni verka meðan á þeim stendur og aðstoðar við uppgjör sé þess þörf.
Starfsmenn tæknideildar eru til aðstoðar ef tæknilegra upplýsinga er þörf vegna útvegunar á varahlutum og efni.

Tæknideildin er vel tækjum búin. Hún hefur yfir að ráða öflugum tölvubúnaði með öllum nauðsynlegustu forritum sem notuð eru við hönnun og stýringu verka svo sem t.d. Autocad, Mechanical Desktop og Inventor. Tæknideildin er staðsett í húsnæði fyrirtækisins að Vesturhrauni 1 í Garðabæ.