Dieselverkstæði

Vélsmiðja Orms & Víglundar ehf. rekur stærsta dieselverkstæði landsins að Vesturhrauni 1, 210 Garðabæ.

Verkstæðið er mjög vel tækjum búið, höfum stillibekk fyrir olíuverk og sérbyggðar eldsneytisdælur. Einnig hefur verkstæðið mjög góð stillitæki fyrir spíssa m.a. spíssaprufutæki fyrir Common rail spíssa og getur þess vegna þjónustað öll helstu eldsneytiskerfi í bílum, iðnaðarvélum, bátum og skipum.

Fyrirtækið getur útvegað varahluti frá flestum framleiðendum eldsneytiskerfa eins og t.d. Bosch, Zexel, Denso og Delphi.

Túrbínuviðgerðir fara einnig fram á diselverkstæðinu og er verkstæðið vel tækjum búið, meðal annars með jafnvægisstillibekk fyrir túrbínur. Verkstæðið þjónustar allar gerðir af túrbínum svo sem frá Garrett, Holsett. KKK, IHI og fleiri framleiðendum.