Vesturhraun 1
210 Garðabær
Renniverkstæðið sér um jafnvægisstillingar ásamt allri almennri rennismíði. Hægt er að jafnvægisstilla hluti sem eru allt að 3,5 tonn að þyngd. Á renniverkstæðinu eru strokkfóðringar hónaðar með átta arma hónara frá Chris Marine en þannig hónari réttir af misslit í fóðringunum. Fóðringunni er síðan skilað slitmældri og áferð hennar er einnig mæld en það er lykilatriði að áferðin sé rétt til að lágmarka smurolíueyðslu aflvéla og til að koma í veg fyrir vandamál sem að er kallað „lakkering“.
Verkstæðið hefur til umráða færanlegan vélfræs til að rétta af þéttifleti á slífum og flöngsum og hafa þannig verkefni verið unnin víða um land og einnig í útlöndum til dæmis Kanada.
Starfsmenn renniverkstæðisins hafa séð um Wencon efnin og sótt námskeið í notkun þeirra því mikilvægasti þátturinn í notkun efna af þessari gerð er að öll undirbúningsvinna sé unnin á réttan hátt, hún er sá hluti sem að tryggir langa endingu viðgerðarinnar.
Auk þess sem að ofan er talið hefur renniverkstæðið yfir að ráða rennibekkjum af öllum stærðum og öðrum þeim búnaði sem nauðsynlegur er til að geta séð um þau verkefni sem að Stálsmiðjan-Framtak tekur að sér að vinna á þessu sviði.