Vélsmiðja Orms & Víglundar ehf. hefur mikla reynslu af nýsmiði, endurbótum og viðhaldsverkefnum fyrir orkuver, bæði vatnsorkuver og gufuaflsvirkjanir og við orkudreifikerfi.
Meðal verkefna sem fyrirtækið hefur unnið að, er uppsetning á tækjum og búnaði í Kröfluvirkjun, uppsetning á túrbínu og lokum fyrir Sultartangavirkjun og smíði og uppsetningu á þrýstivatnspípum fyrir Sigöldu, Hrauneyjarfossvirkjun og Sultartangavirkjun. Innsteyptar lagnir í Búðarhálsvirkjun fyrir VOITH og Landsvirkjun ásamt sverum lögnum að hverflum (túrbínum). Nýjasta verkefnið var uppsetning á túrbínum ofl. á Þeistareykjum fyrir Fuji og Balck-Durr.