Hjá fyrirtækinu er löng hefð fyrir skipasmíði og hafa samtals verið smíðuð þar 36 stálskip allt að 68 metra löng.
Mörg af fullkomnustu skipum íslenska fiskiskipaflotans hafa verið smíðuð hjá fyrirtækinu og eru þau þekkt fyrir öryggi og góðan aðbúnað áhafnar, hagkvæmni í rekstri, orkunýtni og sjóhæfni.