Viðskiptaskilmálar

Þeir viðskiptamenn sem sækja um reikningsviðskipti samþykkja viðskiptaskilmála Vélsmiðju Orms & Víglundar ehf. eins og þeir eru á hverjum tíma.

Vakin er athygli á því að skilmálarnir geta breyst án fyrirvara og án sérstakrar tilkynningar.

Varðandi þjónustukaup, gilda lög um þjónustukaup nr. 42/2000

Vélsmiðja Orms & Víglundar ehf. kannar stöðu allra viðskiptamanna, sem óska eftir að koma í reikningsviðskipti, hjá CreditInfo.

Greiðsluseðlar eru sendir í banka en ekki prentaðir út og sendir viðskiptamönnum. Viðskiptamönnum ber að gera athugasemdir innan 10 daga frá dagsetningu reiknings, annars telst hann réttur. Gjalddagi reiknings er útgáfudagsetning og eindagi 15 dögum síðar. Dráttarvextir reiknast frá gjalddaga sé reikningur ekki greiddur á eindaga, auk þess sem vanskilagjald leggst á skuldina. Greiðsluseðlar eru sendir í milliinnheimtu 10 dögum eftir eindaga og fer skuldin í ferli hjá innheimtufyrirtækinu Alskil.